Ryksugur

Ráðleggingar um ryksugur
Ryksugur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Það er að mörgu að huga áður en valin er góð ryksuga. Hafðu eftirfarandi í huga.
 
Sogkraftur
Það er algengur misskilningur að afl ryksugunnar (hve mörg vött/W) segi allt um sogkraftinn. Galdurinn á bak við að láta barkastútinn sjúga sig fastan við lófann segir aðeins til um undirþýrstinginn en ekkert um soggæðin. Hvorki sogkrafturinn né aflið segir því allan sannleikan. Þéttleiki í samsetningu og uppbyggingu ásamt formi og lögun sogstykkis (ryksuguhaus) gegnir enn mikilvægra hlutverki hve vel ryksugan nær upp óhreinindum og ryki af gólfinu. Bestur árángur næst þegar rétt samspil undirþrýstings og loftstreymis næst. Ef sogstykkið sogast of fast við gólfið, lokar það fyrir loftstreymið og upptaka ryks og óhreininda verður minni fyrir vikið.
 
Hljóðstig
Margar ryksugur gera lítið annað en að búa til hávaða. Best er að fá að setja ryksugurnar í samband og dæma eftir því. Hávaðin getur verið allt frá 70 dB uppí 85-90 dB. Sérstaklega hljóðeinangraðar ryksugur eru fáanlegar hjá okkur en kosta meira.
 
Ryksugupokinn
Pokinn gegnir öðru hlutverki en að safna öllu saman. Hann þarf að vera það vel úr garði gerður að sem minnst af rykögnum sleppi í gegn og fari út í andrúmsloftið aftur. Góður poki lengir einnig líf mótorsins. Fyrir nokkrum árum komu endurbættir pokar á markað, gerðir úr pólýtrefjaefni í stað pappírs og lagskiptir, jafnvel með lykteyðandi kolasíu sem innsta lag. Þessir pokar veita hámarksloftsíun, betra loftstreymi og meiri fyllingu. Auðvelt verður að vera að skipta um pokana.
 
Síur
HEPA loftsíur eru bestar og viðurkenndar af ofnæmissamtökum. Auðvelt verður að vera að skipta um allar síur. 
 
Vinnuradíus
Snúrulengd getur verið mjög mismunandi allt frá 5-10 metrar. Barkarnir eru líka mislangir. Electrolux Ergospace hafa allt að 13 metra vinnuradíus.
 
Þyngd
Ryksugan verður að vera meðfærileg, sérstaklega ef ryksuga þarf stiga og stigaganga. Léttustu ryksugurnar eru allt niður í 3,5 kg án fylgihluta.
 
Barki og rör
Athugaðu hvort lengd sogrörsins henti þér og hvort barkinn er nógu langur og sveigjanlegur t.d. fyrir stiga eða bílinn. 
 
Fylgihlutir
Gæði og fjöldi getur verið mjög mismunandi og athugaðu einnig hvar og hvernig þeir eru geymdir.
 
Gangsetning
Nýrri ryksugur eru búnar svo aflmiklum mótor að hætt sé við að slái út þegar þær eru gangsettar. Þess vegna hafa margir framleiðendur brugðist við með svokallaðri hægræsingu þannig að sogkrafturinn hækkar í áföngum.
 
Hjól
Gúmmíhjól og gúmmíkantur á snertiflötum ryksugunnar koma í veg fyrir rispur og skemmdir á húsgögnum, dyrakörmum og gólfefnum. 
 
Þægindi og notagildi
Athugaðu sveigjanleika og hreyfanleika. Komast t.d. sogstykki og rör vel undir húsgögn? Næst vel til horna og milli hindrana? Er létt að draga ryksugna og kemst hún vel yfir þröskulda?